Fagnámskeið í starfi með fötluðu fólki
Námið er ætlað þeim sem starfa eða vilja starfa við umönnun fatlaðra en í því felst að vinna við þjónustu á heimilum og stofnunum fyrir fatlaða. Það getur einnig hentað þeim sem starfa í þjónustu við aldraða og sjúka og fyrir þá sem vinna með börnum og unglingum í vanda.
Markmið námsins er að auka færni og þekkingu námsmanna á aðstæðum og þörfum fatlaðs fólks til að efla lífsgæði þeirra og virkni. Í náminu er lögð áhersla á sjálfseflingu,lífsgæði og réttindi fatlaðs fólks með því að veita þeim viðeigandi þjónustu.
Námið er ætlað fullorðnu fólki á vinnumarkaði, eldri en 20 ára sem hefur stutta formlega skólagöngu að baki.
Meta má námið á móti allt að 16 einingum í framhaldsskóla, ath það er þó alltaf mat viðkomandi skóla. Kennt er skv. námskrá Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins - sjá hér.
Tími: Kennt mánudaga og miðvikudag kl 17:00-20:00 auk þess lotur/stofukennsla einn laugardag í mánuði. Náminu lýkur í desember 2024. Ekki kennsla í júní, júlí og ágúst.
Lengd: 164 klukkustundir með leiðbeinenda.
Staður: Fjarkennt í zoom, upptökur úr tímum sem hægt er að horfa eftir á.
Verð: 72.000 kr.
Námsmat: 80% mæting og virk þátttaka.
Þátttaka er á vef Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða.
Vakin er athygli á að með samningi við starfsmenntasjóðina Sveitamennt og Ríkismennt geta stofnanir ríkis og sveitarfélaga boðið því starfsfólk sínu sem er í VerkVest eða Verkalýðs- og sjómannafélagi Bolungarvíkur að sækja námskeiðið sér að kostnaðarlausu.