Translate to

Fréttir

Félagsblað Verk Vest komið í dreifingu

Pennugil í Vatnsfirði prýðir forsíðu félagsblaðsins Ljósmynd: Hrafn Snorrason Pennugil í Vatnsfirði prýðir forsíðu félagsblaðsins Ljósmynd: Hrafn Snorrason

Félagsblaðið okkar er komið úr prentun og fór í póstdreifingu inn á öll heimili á félagssvæðinu í byrjun vikunnar. Flestir okkar félagsmanna ættu því að vera komnir með blaðið í hendur. Því miður læddust tvær mjög meinlegar villur inn í blaðið er varðar orlofskosti félagsins. Í auglýsingu með útilegukortum í blaðinu er gefið upp gamalt verð, rétt verð til okkar félagsmanna er kr. 13.900 með 5.000 króna niðurgreiðslu til félagsmanna. Önnur villa varðar leigutímabil í sumarleigu í sumarhúsum félagsins. EKKI er leigt í skemmri tíma en VIKU í sumarhús félagsins á Einarsstöðum, Flókalundi og Illugastöðum. Hér er um mannleg mistök að ræða og er beðið velvirðingar á þeim. 

Hér er hægt að flétta rafrænni útgáfu blaðsins

Deila