Translate to

Fréttir

Félagsferð Verk Vest um Ísafjarðardjúp þótti takast vel

Við upphaf ferðar Við upphaf ferðar
Við Ögurkirkju Við Ögurkirkju
Pétur kominn í ísinn Pétur kominn í ísinn
Karitas að skenkja kaffinu Karitas að skenkja kaffinu
Sóldýrkendur á Dalbæ við Snæfjallaströnd Sóldýrkendur á Dalbæ við Snæfjallaströnd
Í hlöðunni í Heydal Í hlöðunni í Heydal

Það voru ánægðir félagsmenn sem stigu út úr rútunni að kvöldi laugardagsins 13. júní sl. eftir hringferð um Ísafjarðardjúp. Hópurinn sem taldi 41 félagsmann lagði af stað kl. 10 um morguninn undir styrkri fararstjórn Ara Sigurjónssonar oftast kenndur við bæinn Þúfur í Vatnsfirði. Ari gjörþekkir staðhætti í djúpinu eftir áratugalangan búskap þar áður en hann flutti á mölina. Hópurinn kom við í Ögri þar sem Halldór Hafliðason tók á móti hópnum og lóðsaði hann um gamla kirkjustaðinn í Ögri. Á inn eftir leiðinni var stutt stopp hjá Ferðaþjónustunni í Reykjanesi, þar notuð margir tækifæri að kæla sig niður í blíðunni og var lítið eftir í ískistunni eftir heimsóknina.  Þá var haldið sem leið lá inn að Kaldalóni og var hugmyndin að þar yrði nestisstopp, en vegna ófærðar vær ákveðið að fara út á Bæi þar sem félagið bauð upp á ekta sveitakaffi. 

Því næst var komið við hjá ferðaþjónum í Dalbæ á Snæfjallaströnd. Þar var dvalið um stund í logni og blíðu, sumir kusu að skoða sögusýningu sem þar hefur verið sett upp af miklum myndarskap á meðan aðrir kusu að láta sólina baka sig.  Í baka leiðinni var komið við í Vatnsfirði þar sem kirkjan og fornleifauppgröfturinn var skoðaður. Hópurinn koma að síðustu við í ævintýradlanum Heydal þar sem fjór rétta hátíðarkvöldverður var snæddur. Það voru því mettir og ánægðir ferðafélagar sem renndu í hlað á Ísafirði undir styrkri stjórn bilsjórans Hannesar Kristjánssonar hjá F og S hópbílum á Þingeyri, en þau voru ófá skiptin sem Hannes fékk mikið klapp frá hópnum fyrir einskæra snilld við aksturinn.

Deila