þriðjudagurinn 17. febrúar 2015

Félagsfundur kýs verkfallsstjórn

Eins og fram kemur á síðunni þá hélt Verk Vest félagsfund á Hótel Ísafirði í gærkvöldi. Góð mæting var á fundinn og voru málefnalegar umræður í kjölfar kynningar formanns félagsins á stöðu kjaraviðræðna. Einnig voru kröfugerðir verslunar og skrifstofufólks kynntar ásamt því að farið var yfir megin línur í kröfugerð flóafélaganna. Á fundinum var einnig kosinn 3ja manna verkfallsstjórn til undirbúnings ef kemur til átaka á vinnumarkaði. Töluverðar umræður spunnust um fyrirkomulag aðgerða ef til þess kæmi að deilur sigldu í strand. Þess má geta að aðildarfélög SGS eru um þessar mundir að  kjósa verkfallsstjórnir og aðgerðarhópa sem verða í góðu sambandi við aðgerðarhóp SGS. Reglugerð vinnudeilusjóðs var einnig til kynningar og umræðu ásamt því sem samþykkt var tillaga um breytingu á úthlutunarreglum sjóðsins.

Sáttasemjari hefur boðað samningaráð SGS til fundar með fulltrúum atvinnurekenda á fimmtudag og hefur stóra samninganefnd SGS verið boðuð til fundar á þriðjudag í næstu viku. Þá munu verslunarmenn einnig funda með atvinnurekendum í vikunni.

Landssambönd

Verkalýðsfélag Vestfirðinga er aðili að eftirtöldum landssamböndum innan ASÍ.