Translate to

Fréttir

Félagsmálaráðherra á þingi SGS: Höfum engu að tapa nema hlekkjunum

Félagsmálaráðherra ávarpar þingið. Ljósm. SGS. Félagsmálaráðherra ávarpar þingið. Ljósm. SGS.

Árni Páll Árnason, félags- og tryggingamálaráðherra, flutti ávarp á þingi Starfsgreinasambandsins í morgun. Árni Páll fór yfir þann vanda sem steðjar að íslensku þjóðfélagi, sagði þjóðina standa frammi fyrir tveimur valkostum: Að vinna okkur út úr vandanum í samvinnu og samstarfi við alþjóðasamfélagið - endurvinna okkur traust þess og virðingu; eða einangrast á alþjóðavettvangi. Hann var ekki í vafa um hvor kosturinn væri fýsilegri. Ávarp ráðherra er hér á vef SGS.

Deila