mánudagurinn 16. júní 2014

Ferð á Reykhóla á laugardaginn

Dagsferð fyrir félagsmenn VerkVest og fjölskyldur þeirra verður farin á Reykhóla 21. júní n.k. Lagt verður af stað með rútu frá Ísafirði kl. 9:00.  Ýmislegt áhugavert verður skoðað á Reykhólum, m.a.  Saltverksmiðja Norðursalts, Þörungaverksmiðjan og þaraböðin.  Einnig er stefnt á að fara bátsferð í Skáleyjar. Og er víst mikil upplifun að fara þangað. Áætluð heimkoma til Ísafjarðar um kl. 22:00 - Verð kr. 9.900- (Rúta, nesti, bátsferð, leiðsögn og kvöldverður)


ATH: Takmarkaður sætafjöldi!

Skráning hjá VerkVest í síma 456 5190 fyrir 19. júní.

Landssambönd

Verkalýðsfélag Vestfirðinga er aðili að eftirtöldum landssamböndum innan ASÍ.