Ferð félagsmanna til Austur-Þýskalands 10. – 17. september n.k.
Ekki varð af því á síðasta ári, en nú hefur orlofsnefnd skipulagt spennandi ferð til Austur-Þýskalands í haust.
Ferðin tekur 1 viku, farið verður út 10. sept. og komið heim 17. sept. og verðið er kr. 189.000- á mann.
Innifalið í verðinu er: Flug Keflavík-Berlín-Keflavík, allur akstur erlendis, íslensk leiðsögn, sigling á álum Spree, gisting í tveggja manna herbergjum með baði og 7 morgun- og kvöldverðir.
Allar upplýsingar og skráning á skrifstofu Verk Vest fyrir 25. mars.
ATH! Takmarkaður sætafjöldi.
Nánar um ferðina hér.