Ferð fyrir félagsmenn í Selárdal 15. júní
Ferðanefnd VerkVest gengst fyrir skemmtiferð fyrir félagsmenn og maka þeirra laugardaginn 15. júní næstkomandi. Farið verður frá Ísafirði í Arnarfjörðinn og stefnan sett á Selárdal, sem er næst ystur Ketildala. Þar er ætlunin að skoða meðal annars listaverk Samúels Jónssonar, listamannsins með barnshjartað. Fróður og skemmtilegur leiðsögumaður verður með í för. Bíldudalur verður einnig heimsóttur. Þar má finna safn Jóns Kr. Ólafssonar Melódíur minninganna og einnig Skrímslasetrið. Að lokum mun verða snæddur kvöldverður á Patreksfirði á hinu rómaða Sjóræningjahúsi, áður en lagt verður af stað heim á leið. Aldrei að vita nema komið verði við hjá Fjallfossi í Dynjandisvogi í kvöldsólinni
Skráningar
í ferðina fara fram á aðalskrifstofu VerkVest á Ísafirði eða í síma 456-5190
til 11.júní n.k.
Ath. Það er takmarkaður sætafjöldi og ferðin kostar litlar 6.900 kr. (innifalið er rúta, nesti, leiðsögn og kvöldverður).