Fiskverðssamningar eingöngu lágmark !
hér.
Þann 16. október var kveðinn upp dómur í máli Verkalýðsfélags Vestfirðinga fyrir hönd félagsmanns gegn Róðri ehf. á Bíldudal. En skipverji á Höfrungi BA 60 sem er í eigu Róðurs ehf. taldi sig hafa verið hlunnfarinn af útgerð skipsins leitaði aðstoðar félagsins við innheimtu launakröfu fyrir sína hönd. Til grundvallar uppgjöri útgerðar til skipverja var fiskverðssamningur milli áhafnar og útgerðar, en heimilt er að gera slíkan samning samkvæmt ákvæðum kjarasamnings sjómanna hjá Verk Vest. Ef útgerð selur aflann á markaði fyrir hærra verð, þá eiga skipverjar að fá það verð lagt til grundvallar hlutaskiptum í launauppgjöri sínu, þrátt fyrir að slíkur fiskverðssamningur sé gerður. Þessa túlkun Verk Vest staðfestir Héraðsdómur í dómsorði sem segir að fiskverðssamning áhafnar og útgerðar eingöngu vera lágmark. Allt aflaverðmæti sem er umfram fiskverðssamninginn þegar kemur að sölu aflans skal koma til skipta meðal áhafnar þegar aflahlutur er gerður upp. Þess má geta að dómurinn féllst á allar meginkröfur félagsins og var útgerðin dæmd til að greiða sjómanninum þau laun sem upp á vantaði eða kr446.976 krónur með dráttarvöxtum. Hægt er að lesa nánar um dóminn