Translate to

Fréttir

Fiskvinnslunámskeið hafið á Flateyri

Í morgun hófst fiskvinnslunámskeið á vegum Verk Vest og Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða. Námskeiðið sem haldið er á Flateyri er hluti af kjarasamingsbundnu námi fiskvinnslufólks. Um er að ræða 40 stunda grunnnámskeið og að námskeiði loknu útskrifast þátttakendur sem sérhæft fiskvinnslufólk og munu launataxti hækka í samræmi við það. Námskeiðið á Flateyri fer að mestu fram á íslensku en túlkað verður yfir á pólsku þar sem megin þorri þátttakenda eru pólskumælandi. Stærstur hluti kennslunnar verður í höndum Nönnu Báru Maríasdóttur frá Miðstöð símennturnar á Suðurnesjum og Fisktækniskóla Suðurnesja í Grindavík. Námskeiðslok verða föstudaginn 9.desember.
Deila