Translate to

Fréttir

Fiskvinnslur á norðurlandi greiða "Afkomubónus"

Það eru gleðileg tíðindi þegar fyrirtæki láta starfsfólk sitt njóta góðrar afkomu í lok árs með viðbótargreiðslu á laun. Ýmist er greidd viðbót við desemberuppbót eða einfaldlega gert samkomulag við stéttarfélög starfsfólks vegna þeirra greiðslna sem eru umfram þær lágmarksgreiðslur sem kjarasamningar kveða á um. Samherji á Akureyri greiddi starfsfólki sínu kr.378.000 í desemberuppbót, en áður hafði Samherji greitt kr.72.000 í orlofsuppbót. Þannig að samtals námu bónusgreiðslur til starfsfólks í fullu starfi kr. 450.000 á árinu. Gjögur á Grenivík greiddi starfsfólki sínu kr. 300.000 í afkomubónus auk þess sem starfsmenn fá veglega jólagjöf frá fyrirtækinu svo dæmi séu nefnd. Verkalýðsfélag Vestfirðinga hvetur forsvarsmenn sjávarútvegsfyrirtækja á Vestfjörðum til að sýna starfsfólki sínu álíka myndarskap og Norðanmenn. Þannig að starfsfólkið sem skapar fyrirtækjunum í sjávarútvegi hin raunverulegu verðmæti fái viðurkenningarvott frá eigendum fyrir vel unnin störf á árinu sem er að líða.

Deila