Translate to

Fréttir

Fjarðarlax segir upp öllu starfsfólki í vinnslunni

Ekkert samráð var haft við stéttarfélag starfsmanna Fjarðalax þegar tilkynnt var um hópuppsögn starfsfólks í vinnslu og pökkun hjá fyrirtækinu á Patreksfirði. Alls fengu 14 manns uppsagnarbréf og taka uppsagnirnar gildi frá og með næstu mánaðarmótum. Í samkomulagi um hópuppsagnir segir mög skýrt að að vinnuveitandi skuli hafa samráð við trúnaðarmenn viðkomandi stéttarfélags. þar sem ekki eru trúnaðarmenn skal hafa samráð við fulltrúa starsmanna sem í þessu tilfelli er Verkalýðsfélag Vestfirðinga. Því var ekki til að dreifa. Mikil óvissa ríkir um áframhald vinnslunnar á Patreksfirði og eru uppsagnirnar því mikið reiðarslag þvert ofan í þá miklu uppbyggingu í fiskeldi sem verið hefur á sunnanverðum Vestfjörðum. Skrifstofa félagsins á Patreksfirði mun verða starfsfólki innan handar með upplýsingar og aðstoð varðandi hópuppsögnina.

Deila