Fjárlagafrumvarpið 2015 - Aðför að launafólki
Miðstjórn ASÍ hefur sent frá sér harðorða yfirlýsingu um fjárlagafrumvarpið og samskipti launþegahreyfingarinnar við ríkisstjórnina. ..."Almennt launafólk hefur á síðustu árum tekið á sig miklar byrðar með samdrætti í tekjum, auknum útgjöldum og skuldsetningu sem leitt hafa til minni kaupmáttar. Þetta á ekki síst við um lágtekjuhópa og lífeyrisþega. Á sama tíma hefur verið skorið verulega niður í heilbrigðis-, velferðar og menntakerfinu sem leitt hefur til meiri greiðsluþátttöku, minni þjónustu og meira óöryggis. Launafólk sem færði miklar fórnir hefur réttmætar væntingar um að endurreisn og uppbygging velferðarkerfisins hafi ríkan forgang nú þegar viðsnúningur hefur orðið í efnahags- og atvinnulífi þjóðarinnar.
Því er haldið að launafólki að nauðsynlegt sé að mæta minni tekjum ríkissjóðs með aðhaldsaðgerðum og margháttuðum skerðingum gagnvart almenningi. Alþýðusamband Íslands hafnar alfarið slíkum málflutningi og bendir á að skattar á eignafólk og hátekjumenn hafa verið lækkaðir svo um munar. Þá hafa skattar á fyrirtæki sem skila methagnaði verið lækkaðir umtalsvert þannig að samtals hefur ríkisstjórnin skert tekjur ríkissjóðs um tugi milljarða..."
..."Miðstjórn Alþýðusambands Íslands lítur þessa aðför að almennu launafólki mjög alvarlegum augum og telur engan grundvöll fyrir frekara samstarfi eða samræðu við ríkisstjórnina verði þetta að veruleika". Segir ennfrekar í ályktun miðstjórnar ASÍ.
Meira á vef ASÍ.