Translate to

Fréttir

Fleiri fyrirtæki bætast í hópinn og boða hækkanir á taxtalaunum

Á heimasíðu Einingar - Iðju á Akureyri kemur fram að á starfsmannafundi fyrr í dag hafi Ágúst Torfi Hauksson framkvæmdarstjóri Brims á Akureyri tilkynnt að launataxtar yrðu hækkaðir um kr.13.500  frá 1. mars sl.  „Við höfum ávalt leitast við að standa við alla þá samninga sem við erum aðilar að og því hækkum við taxtana frá og með 1. mars um 13.500 krónur." Var haft eftir Ágústi Torfa við þetta tækifæri.  Þá má einnig lesa á orðum Önnu Júlíusdóttur trúnaðarmanns starfsfólks að mikil gleði og stolt ríki meðal starfsfólks með ákvörðunina. „Ég veit reyndar að mörg fyrirtæki standa illa og geta því ekki hækkað taxtana, en ég skora á þau fyrirtæki sem vel standa að hugsa vel um starfsmenn sína og hækka taxta þeirra. Það er jú fólkið á gólfinu sem er að skapa verðmæti fyrirtækjanna. Það er óhætt að segja að það ríki mikil gleði og ánægja með þetta. Ég vil fyrir hönd starfsfólks færa eigendum og stjórn fyrirtækisins bestu þakkir fyrir að standa við gerða kjarasamninga í stað þess að nýta sér þá frestun sem búið var að samþykkja."

Sjá frekari umfjöllun á vef Einingar - Iðju á Akureyri.

Deila