Translate to

Fréttir

Flygill Tónlistaskólans á Hólmavík tekin í notkun

Daníel Freyr Newton og Viðar Guðmundsson. mynd. strandir.is Daníel Freyr Newton og Viðar Guðmundsson. mynd. strandir.is
Fulltrúar styrktaraðila og kennarar. mynd starndir.is Fulltrúar styrktaraðila og kennarar. mynd starndir.is
Undanfarna mánuði hafði staðið yfir söfun til kaupa á nýju hljóðfæri fyrir Tónlistaskólann, þar höfðu margar hendur lagt málefninu lið. Nemendur og kennarar skólans haldið tónleika þar sem ágóðinn rann í söfnunina, félagasamtök og stofnanir höfðu einnig lagt söfnuninni lið svo draumurinn gæti orðið að veruleika sem fyrst. Þess má geta að Verkalýðsfélag Vestfirðinga lagði söfnuninni lið með myndarlegum hætti. 

Í tilefni þess að hljóðfærið veri komið á staðinn ákváðu nemendur og kennarar Tónlistaskóla Hólmavíkur að halda veglega veislu þar sem boðið var upp á fjölbreytta tónlistaveislu og kaffihlaðborð á eftir. Miðað við glæsilega frammistöðu nemenda þá þurfa Strandamenn ekki að örvænta í framtíðinni, en upphafslag tónlistarveislunnar "Bláu augun þín" eftir Hólmvíkinginn Gunnar Þórðarson ber glöggt vitni um ríka tónlistarhefð á staðnum. Nánar er fjallað um veisluna í máli og myndum á strandir.is  .
Deila