Flygill Tónlistaskólans á Hólmavík tekin í notkun
Í tilefni þess að hljóðfærið veri komið á staðinn ákváðu nemendur og kennarar Tónlistaskóla Hólmavíkur að halda veglega veislu þar sem boðið var upp á fjölbreytta tónlistaveislu og kaffihlaðborð á eftir. Miðað við glæsilega frammistöðu nemenda þá þurfa Strandamenn ekki að örvænta í framtíðinni, en upphafslag tónlistarveislunnar "Bláu augun þín" eftir Hólmvíkinginn Gunnar Þórðarson ber glöggt vitni um ríka tónlistarhefð á staðnum. Nánar er fjallað um veisluna í máli og myndum á strandir.is .