Translate to

Fréttir

Formannafundur SGS gefur tóninn fyrir komandi kjarasamninga

 

Á formannafundi aðildarfélaga á landsbyggðinni í síðustu viku kom fram sá samhljómur sem hefur verið að magnast meðal landsbyggðarfélaganna, að okkar félagar hafa ekki notið þessa margumtalaða launaskriðs sem sífellt er verið telja landsmönnum trú um að sé í gangi allstaðar á vinnumarkaði. Þar kom fram sú eindregna krafa að í komandi samningum verði meigin áhersla lögð á lægstu launin og verulegar kjarabætur í formi skattabreytinga.


Á fundinum fór formaður Verk Vest yfir helstu niðustöður og áherslur kjaramálakönnunar sem gerð var meðal félagsmanna okkar. Þar var einnig lögð fram kröfugerð sem unnin var upp úr niðurstöðum könnunarinnar. Þá lagði formaður Verk Vest einnig til að átak yrði gert í samningamálum landverkafólks í beitingu og einnig að laun akkorðsvinnufólks væru tryggð í hráefnisskorti. Þessar hugmyndir fengu góðann hljómgrunn ásamt hugmyndum félagsmanna Verk Vest varðandi áunninn réttindi.

 

Þá varð einnig ljóst að Flóinn þ.e. Efling, Hlíf og VLSK ætla að eiga beinar viðræður við SA en þó á sameiginlegum grundvelli með landsbyggðarfélögunum. Á framkvæmdarstjórnarfundinum var því kosin viðræðunefnd SGS og Flóans, í henni eiga sæti Kristján Gunnarsson formaður SGS, Björn Snæbjörnsson varaformaður SGS, Sigurður Bessason Eflingu, Kolbeinn Gunnarsson Hlíf og Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir frá AFLi sem er stærsta landsbyggðarfélagið. Þá var á fundinum kosin aðalsamninganefnd SGS og var formaður Verk Vest kosin í samninganefndina, en Kristján Gunnarsson verður formaður nefndarinnar.

Deila