Translate to

Fréttir

Formannafundur Starfsgreinasambands Íslands á Egilsstöðum

Frá formannafundi SGS í febrúar 2009 Frá formannafundi SGS í febrúar 2009
Formannafundur Starfsgreinasambands Íslands er haldinn samkvæmt lögum sambandsins það ár sem regluegt þing sambandsins er ekki haldið. Þetta árið er fundurinn haldinn á Egilsstöðum og hefst hann kl.13.00 í dag, hefð er fyrir því að þessir formannafundir séu haldnir utan höfðuborgarsvæðisins. Fundurinn  í ár er um margt merkilegur, Starfsgreinasambandið er 10 ára eins og fram hefur komið hér á vefnum, en fundurinn er einng haldinn í skugga mikilla þrenginga á vinnumarkaði og í aðdraganda einna erfiðustu kjarasamningsgerðar sem launafólk á Íslandi mun genga í gegnum í langan tíma.  Í ljósi þess má gera ráð fyrir að umræðan um atvinnu, efnahags- og kjaramál verði mjög fyrirferðarmikil á formannafundinum ásamt umræðum um niðurskurðartillögur fjáramálaráðherra í heilbrigðismálum landsmanna.

Það er hlutverk okkar allra að standa saman og verja velferðarkerfið áföllum svo þeir sem erfa landið geti í framtíðinni búið við enn betra og sterkara velferðarkerfi.  Öll vitum við það að þegar svona árar er það samstaða verkafólks sem skiptir megin máli. Með samstöðuna að vopni hefur launafólki tekist að ná fram sínum stærstu sigrum í gegnum tíðina. Gera má ráð fyrir að fundurinn muni senda frá sér ályktanir um þau mál sem helst brenna á launafólki við núverandi aðstæður. 

   

Deila