Translate to

Fréttir

Formgalli ógildir verkfall bræslumanna

Verkfallsátök á Ísafjarðarhöfn 1997 Verkfallsátök á Ísafjarðarhöfn 1997
Félagsdómur felldi í gær úrskurð um ólögmæti verkfallsboðunar bræðslumanna á Austurlandi og í Vestmannaeyjum. Dómurinn í heild sinni er þó staðfesting á réttmæti þeirra aðgerða sem boðað var til, en það sem gerir boðunina ólögmæta er að fundir undir verkstjórn sáttasemjara voru skráðir sem óformlegir en ekki formlegir. Samtök atvinnulífsins geta því ekki fagnað sigri með þessari dómsuppkvaðningu þar sem hún, þrátt fyrir fádæma bókstafstrú félagsdóms, viðurkennir sérstöðu kjarasamninga bræðslumanna. Niðurstaðan er að mati þess sem þetta ritar, þrátt fyrir að vera ekki löglærður, fordæmisgefandi vegna túlkunar sérkjarasamninga og gildi þeirra í kjaraviðræðum. Þannig úrskurðaði félagsdómur að félögunum hefði verið heimilt að krefjast viðræðna um kjarasamning bræðslumanna. Félagar okkar á Austurlandi og í Vestmannaeyjum fá þannig byr undir báða vængi þrátt fyrir úrskurð félagsdóms, enda er ekki á nokkurn hátt köstuð rírð á þeirra vinnubrögð í undirbúningi viðræðna og aðgerða í framhaldi þeirra. Tilgangur laganna hlýtur að vera sá að tryggja að ekki sé boðað til verkfalla fyrr en fullreynt er að ná samkomulegi og það var talið fullreynt undir verkstjórn sáttasemjara. Dóminn í heild má lesa hér, en þess ber að geta að einn dómara skilaði sératkvæði þar sem hann taldi að dæma ætti félögum okkar í vil og verkfallsboðun því löglega.
Deila