Translate to

Fréttir

Formleg opnun Blábankans á Þingeyri

Arnar og Arnhildur eru starfsmenn Blábankans Arnar og Arnhildur eru starfsmenn Blábankans

Blábankinn nýsköpunar- og þjónustumiðstöð opnaði formlega á Þingeyri 20. september. Verkalýðsfélag Vestfirðinga verður samstarfsaðili Blábankans, en félagið á eingarhlut í húsnæðinu á móti Landsbankanum. Samfélagsverkefnið Blábankinn stendur og fellur með íbúunum á þingeyri og virkni þeirra í þátttöku með verkefnum Blábankans. Til stendur að vera með fasta opnunartíma frá mánudögum til fimmtudags frá kl.12 - 16 en á fimmtudögum er ráðgert að vera með lengda opnun. Eitt af fjölmörgum verkefnum sem Blábankinn mun taka að sér er að veita þjónustu fyrir ýmis fyrirtæki og stofnanir á svæðinu og mun Verk Vest gera samstarfssamning við Blábankann sem felur í sér þjónustu við félagsmenn Verk Vest á Þingeyri. það er von okkar hjá Verk Vest að samstarfið muni auka enn á góð samskipti við félagsmenn okkar á Þingeyri. 

Deila