Translate to

Fréttir

Fórnið ekki réttindum - aldrei of varlega farið !

Byggingarmenn að störfum á Ísafirði Byggingarmenn að störfum á Ísafirði

Verkalýðsfélag Vestfirðinga vill koma því á framfæri við félagsmenn að þrátt fyrir að nú séu ýmsar blikur á lofti er varða atvinnuhorfur þá gilda kjarasamningar og réttindabundin ákvæði sem þeim tengjast.  Um laun er samið í kjarasamningi og getur atvinnurekandi því ekki ákveðið að lækka laun einhliða.  Breytingar á ráðningarkjörum eru bundnar við sama fyrirvar og uppsagnarfresturinn er í hverju tilfelli.  Þrátt fyrir erfiðleika á vinnumarkaði gilda ennþá lög og reglur á vinnmarkaði og því verða báðir aðilar að hlíta.  Einhver brögð eru á að ekki sé farið að þessum reglum, hvort það er af misgáningi eða ásettu ráði þá er ítrekað að félagsmenn hafi samband við sitt stéttafélag telji þeir á sér brotið í þessum efnum.

 

Þá hefur einnig borið á því að launamönnum sé boðið að gerast verktakar á launum hjá fyrirtækinu. Viðkomandi er í raun ekki sjálfstæður heldur einskonar gerviverktaki sem nýtur ekki sömu réttinda og ef um launamann væri að ræða. Einstaklingur sem boðið er að gerast verktaki þarf að hafa um 56% hærri tekjur en launamaður í sama starfi til að njóta sömu réttinda, s.s. lífeyrissjóð, orlof, veikindadaga ásamt greiðslu tekjuskattas, tryggingagjalds ofl.

 

Þá ber líka að árétta að við atvinnumissi þá er áríðandi að greiða áfram til stéttarfélags þannig að ýmis réttindi tapist ekki. Sem dæmi má nefna að veikindalaun eru ekki greidd á atvinnuleysisbótum. Verður viðkomandi þá tekjulaus þann tíma sem vekindin vara. Sé hins vegar greitt í stéttafélag af  atvinnuleysisbótum þá á viðkomandi rétt á greiðslum úr sjúkrasjóði viðkomandi stéttafélags samkvæmt reglum sjóðsins.  Einnig má nefna greiðslur úr starfsmenntasjóðum vegna námskeiða svo og afnot af orlofsíbúðum eða sumarhúsum í eigu félagsins falla einnig niður þegar greiðslum til stéttarfélags lýkur.  

Deila