Translate to

Fréttir

Frábær skemmtiferð í Selárdal

Áð í Selárdal.
Ljósm. Kristján Ólafsson. Áð í Selárdal. Ljósm. Kristján Ólafsson.
Listaverk Samúels.
Ljósm. Kristján Ólafsson. Listaverk Samúels. Ljósm. Kristján Ólafsson.
Við kumlið Í Hringsdal.
Ljósm. Kristján Ólafsson. Við kumlið Í Hringsdal. Ljósm. Kristján Ólafsson.
Góður rómur var gerður að dagsferð félaga í Verk Vest sem farin var á laugardag, (15. júní).  Lagt var af stað í blíðskaparveðri á laugardagsmorgun frá Ísafirði.  Einn félagi tekinn upp í á Þingeyri. Þá var ferðinni haldið áfram að Dynjanda og svo Bíldudal þar sem hádegisverður var snæddur.  Sumir fóru á Skrímslasetrið og aðrir spókuðu sig um í bænum. 
Klukkan tvö kom leiðsögumaður, Jóhann Svavarsson frá Ferðaþjónustufyrirtækinu Umfar á Patreksfirði til móts við hópinn og fór með honum í Ketildali.  Komið var við í Hringsdal og kumlið sem þar er skoðað, þá var farið að Brautarholti og listaverk Samúels Jónssonar skoðuð. Nesti var borðað við Selárdalskirkju en ófært var að bæ Gísla Gíslasonar kennds við Uppsali. Jóhann leiðsagði þá um Tálknafjörð og Patreksfjörð þar sem kvöldverður beið hópsins í Sjóræningjahúsinu á Vatneyri.  Ekið var svo í rólegheitunum í kvöldsólinni heim á leið og aftur komið við á Dynjanda, en félagarnir tuttugu og tveir voru komnir heim til sín uppúr miðnætti eftir afar skemmtilegan dag.
Deila