Fræðslu- og samráðsdagur bílstjóra og tækjastjórnenda
Starfsgreinasambandið stendur fyrir fræðslu- og samráðsdegi fyrir bílstjóra og tækjastjórnendur þann 18. Apríl næstkomandi kl. 10-16:30 hér á höfuðborgarsvæðinu (nánari staðsetning síðar). Hugmyndin er að trúnaðarmenn eða aðrir fulltrúar stéttarinnar eigi sviðið þennan dag og fjalli um kjör, aðbúnað og aðstæður sínar. Uppbyggingin er svipuð og hjá félagsliðunu.
Drög að dagskrá eru svona:
Kl. 10:00 – 11:00 Af hverju allar þessar reglur? Fulltrúi Samgöngustofu fer yfir reglur um endurmenntun, aksturstíma og fleira og ástæður þeirra.
Kl. 11:00 – 12:00 Kjarasamningar bílstjóra og tækjastjórnenda
Kl. 12:00 – 13:00 Hádegismatur
Kl. 13:00 – 14:30 Hópavinna um stöðu bílstjóra og tækjastjórnenda - framtíðarsýn,
Kl. 14:30 – 15:00 Kaffi
Kl. 15:00 – 16:00 Verndum okkur við vinnuna. Fulltrúi Vinnueftirlitsins fer yfir nauðsynlegar ráðstafanir til að hlúa að sjálfum sér við vinnu.
Kl. 16:00 – 16:30 Samantekt og fundalok
Trúnaðarmenn hjá Verk Vest sem starfa sem bifreiða og tækjastjórnendur og hafa áhuga á taka þátt eru beðnir að skrá sig hjá postur@verkvest.is fyrir 6. apríl.