Translate to

Fréttir

Fræðslumiðstöð Vestfjarða - mikið og gott úrval námskeiða

Nemendur í Landnemaskóla Fræðslumiðstöðvarinnar í heimsókn hjá Verk-Vest Nemendur í Landnemaskóla Fræðslumiðstöðvarinnar í heimsókn hjá Verk-Vest
Nemendur í Landnemaskóla Fræðslumiðstöðvarinnar í heimsókn hjá Verk-Vest Nemendur í Landnemaskóla Fræðslumiðstöðvarinnar í heimsókn hjá Verk-Vest

Námsvísir Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða veturinn 2011-2012 er kominn út og hefur verið dreift í öll hús á Vestfjörðum. Þar er að finna yfirlit yfir þau námskeið og námsleiðir sem búið að er ákveða að bjóða upp á í vetur. Eins og áður kennir þar margra grasa; námsskrár Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins, eins og t.d. Grunnmenntaskólinn, Skrifstofuskólinn og Aftur í nám verða á dagskrá, auk fleiri starfstengdra námskeiða. Boðið er upp á nám í ensku, þýsku, spænsku, ítölsku og pólsku - og að sjálfsögðu íslensku fyrir útlendinga. Mikið og gott úrval er af tómstundanámskeiðum, og eru sum þeirra mjög freistandi í augum þess sem þetta skrifar. Flestir ættu því að geta fundið eitthvað við sitt hæfi hjá Fræðslumiðstöðinni.

Eins og jafnan áður er nokkuð öruggt að eitthvað bætist við sem ekki hefur náð inn í Námsvísinn. Við hvetjum því félagsmenn til að fylgjast vel með á vef Fræðslumiðstöðvarinnar þar sem er að finna upplýsingar um öll námskeið. Þar er líka hægt að skrá sig á námskeið, en einnig er hægt að hafa samband í síma 456 5025.


Við minnum á að Verkalýðsfélag Vestfirðinga á aðild að fræðslusjóðum sem styrkja félagsmenn myndarlega til náms.
Kynnið ykkur rétt ykkar hjá félaginu!


Eftirfarandi er er pistll úr Námsvísinum frá fulltrúa Verk-Vest:
Verkalýðshreyfing hefur alla tíð lagt mikla áherslu á menntun félaga sinna. Með aukinni menntun eykur fólk möguleika sína í starfi og hamingju í einkalífi. Þess vegna hefur verkalýðshreyfingin rekið sinn eigin skóla og er nú aðili að símenntunarmiðstöðvum um allt land. Þá hefur hreyfingin barist fyrir auknu fjármagni til menntamála, bæði úr ríkissjóði og frá viðsemjendum sínum. Nú er svo komið að allir félagar í stéttarfélögum eiga kost á styrkjum til endurmenntunar. Með aukinni sérhæfingu starfa og flóknara samfélagi hefur mikilvægi menntunarinnar þó orðið enn meira en áður fyrr.

 

Með tilkomu Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða hefur aðgengi félagsmanna Verkalýðsfélags Vestfirðinga að menntun stórbatnað. Fræðslumiðstöðin kappkostar að koma til fólksins og þjóna öllum Vestfirðingum sem búa á Vestfjörðum. Í því skyni rekur hún þrjár starfsstöðvar, á Ísafirði, Patreksfirði og Hólmavík. Fræðslumiðstöð Vestfjarða hefur á að skipa einvalaliði starfsfólks sem ævinlega hefur þarfir nemandans í fyrirrúmi og leggur mikla áherslu á að honum líði vel í náminu. Fræðslumiðstöðin starfar af miklum krafti og býður m.a. þeim sem ekki hafa lokið námi úr framhaldsskóla upp á nám sem metið er til eininga á framhaldsskólastiginu. Má kalla þetta annað tækifæri til náms. Þá rekur miðstöðin náms- og starfsráðgjöf þar sem ráðgjafi miðstöðvarinnar fer út á vinnustaðina og leitar fólkið uppi.

 

Samstarf Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða og Verkalýðsfélags Vestfirðinga hefur alla tíð verið náið og gott. M.a. eru þessir aðilar í samstarfi um starfsmann á Hólmavík, til að þjóna fólkinu þar sem best.

Þess er einnig vert að geta að samstarf stofnaðila Fræðslumiðstöðvarinnar hefur verið til fyrirmyndar. Einlægur áhugi fyrir velferð Fræðslumiðstöðvarinnar og þeirra sem njóta þjónustu hennar hefur þar jafnan ráðið ríkjum, þótt sumir stofnaðila eigi það til að elda grátt silfur á öðrum vettvangi.

Helgi Ólafsson.

Deila