Útskriftarnemar ásamt fulltrúum frá HG og Fræðslumiðstöð
Fræðslumiðstöð Vestfjarða í samstarfi við Hraðfrystihúsið - Gunnvör hf. ( HG ) og Sýni útskrifaði á dögunum flottan hóp starfsfólks af grunnn- og framhaldsnámskeiði fyrir fiskvinnslufólk. Útskriftarnemarnir, sem vinna hjá HG í Hnífsdal, Ísafirði og Súðavík, eru af mjög fjölbreyttu þjóðerni og var túlkað bæði á ensku og pólsku á námskeiðinu. Hjálparforritið google translate kom líka að góðum notum við kennsluna þó ekki sé hægt að treysta algjörlega á forritið við þýðingar. Þátttakendur á námskeiðinu voru mjög ánægðir með námskeiðið og töldu að þau námsatriði sem farið var yfir muni gangast þeim vel í vinnunni. Námskeiðin hafa sýnt og sannað svo ekki er um að villast að full þörf er á að halda slík námskeið, ekki bara fyrir starfsfólkið sjálft heldur einnig fyrir vinnustaðinn og síðast en ekki síst fyrirtækin. Rétt er að taka fram að um er að ræða kjarasamningsbundin námskeið sem veita þátttakendum launahækkun eftir útskrift. Verk Vest óskar útskriftarnemum, HG og þeim sem komu að kennslunni til hamingju með áfangann.