Translate to

Fréttir

Fræðslustarf vinnuskóla Ísafjarðarbæjar til fyrirmyndar

Einn af hópunum sem mættu á kynningarnar Einn af hópunum sem mættu á kynningarnar
Það er mikið um að vera hjá vinnuskólakrökkum í Ísafjarðarbæ þessa dagana, auk þess að snyrta umhverfi Ísafjarðarbæjar þá hefur einnig verið í gangi öflugt fræslustarf, enda á vinnuskólinn að vera sambland af vinnu, leik og fræslu. Krakkarnir ásamt flokksstjórum hafa sótt námskeið í skyndihjálp og þá hefur Verk Vest einnig verið með kynningu sem miðar að því að gera krakkana meðvitaðri um þeirra stöðu á vinnumarkaðnum svo eitthvað sé nefnt. En sum þeirra eru að stíga sín fyrstu skref á vinnumarkaði á meðan þau sem eru eldri hafa öðlast nokkra reynslu í þeim efnum. Það er nauðsynlegt að krakkarnir fái að kynnast mikilvægi þess að þekkja sinn rétt þegar fyrstu skref eru stigin á vinnumarkaði. Þetta framtak Ísafjarðarbæjar er því lofsvert og áríðandi að framhald verði á.  
Deila