Framfærsluskylda sveitarfélaga ótvíræð
Í niðurstöðum minnisblaðsins kemur eftirfarandi fram:
"Sveitarfélag skal sjá um að veita íbúum þjónustu og aðstoð samkvæmt lögum nr. 40/1991 um félagsþjónustu sveitarfélaga og jafnframt tryggja að þeir geti séð fyrir sér og sínum. Allir einstaklingar sem eiga lögheimili og uppfylla reglur viðkomandi sveitarfélags um fjárhagsaðstoð, eiga með vísan í framangreind lög, rétt á framfærslustyrk í formi fjárhagsaðstoðar. Almennt er ekki heimilt að skilyrða fjárhagsaðstoð frekar en aðra framfærslu einstaklinga. Hins vegar getur fjárhagsaðstoð og/eða framfærslustyrkur verið í formi sérstakra húsaleigubóta, veitingu félagslegs húsnæðis, niðurfellingu leikskólagjalda eða eitthvað í þá áttina. Jafnframt hafa sveitarfélög nokkuð rúma heimild til að notast við samspil félagslegra úrræða, þ.á.m. fjárhagsaðstoðar til að uppfylla framfærsluskyldu sína. "
Þá fylgir minnisblaðinu greinagerð þar sem fram kemur að framfærsluskylda sveitarfélaganna skv. lögum 40/1991 sé fortakalaus og ótvíræð.
"Um framfærsluskyldu sveitarfélaganna er kveðið í lögum nr. 40/1991 um félagsþjónustu sveitarfélaganna, nánar tiltekið VI. kafla laganna. Þar segir að skyldan til að veita þeim sem eru þurfandi fjárhagsaðstoð, skuli vera hluti af þeirri félagsþjónustu sem sveitarfélögum er skylt að veita skv. lögunum. Sú skylda er fortakslaus... Hefðbundin úrræði og félagsþjónusta ná þó ekki yfir alla hópa. Sumir einstaklingar hafa lent í þeirri félagslegu stöðu að hafa litla eða enga innkomu til framfærslu. Ef svo er komið eru nefnd lög ótvíræð um skyldu sveitarfélaga til að aðstoða slíkan hóp."