Translate to

Fréttir

Framhaldsaðalfundur Verk Vest skorar á Vinnumálastofnun

Félagsmenn Verkalýðfélags Vestfirðinga hafa búið við aukið atvinnuleysi allt frá haustmánuðum 2019. Harðast bitnar atvinnuleysið á ófaglærðu verkafólki í félaginu, sérstaklega þar sem atvinnuástand hefur verið ótryggt svo sem í minni byggðalögum á félagssvæðinu. Ekki hefur Covid19 gert okkar fólki auðveldara fyrir og má gera ráð fyrir að ástandið verði síst betra á komandi mánuðum.

Því miður á atvinnuleysi líka sínar skuggahliðar sem er áframhaldandi innflutningur á vinnuafli. Slíkt skýtur sannarlega skökku við í viðvarandi atvinnuleysi hér fyrir vestan. Við hljótum því að spyrja okkur hvað yfirvöldum og eða Vinnumálastofnun gengur til að á meðan okkar fólk á atvinnuleysisskrá getur ekki komist í almenna verkamannavinnu þá sé á sama tíma verið að flyta inn erlent vinnuafl til að fylla í skörðin þar sem vöntun er á starfsfólki?

Í ljósi þessa skorar framhalds aðalfundur Verkalýðfélags Vestfirðinga á Vinnumálastofnun að gera markvisst átak með fyrirtækjum á svæðinu þannig að hægt verði að tryggja þeim sem þegar eru á atvinnuleysisskrá vinnu, frekar en stuðla samtímis að auknum innflutningi á erlendu vinnuafli.

Deila