miðvikudagurinn 22. júní 2011

Framkvæmdir við endurbætur orlofshúsa Verk Vest

Hús nr. 9 eftir endurbætur
Hús nr. 9 eftir endurbætur
1 af 3
Töluverðar framkvæmdir hafa verið við ibúðir og orlofshús félagsins. Stærsta framkvæmdin hefur verið við hús nr. 9 í Svignaskarði, en þar var farið í stækkun og endurbætur bæði að innan og utan. Húsið er nú orðið allt hið glæsilegasta með aðbúnað eins og hann gerist bestur. Gistipláss er fyrir 8 manns og geta tvær fjölskyldur auðveldlega nýtt húsið í sameiningu eftir endurbæturnar. Þá hefur einnig verið ráðist í endurbætur á útisvæði við Bjarnaborg á Suðureyri með byggingu á sólpalli og lagfæringum og stéttum og bílastæði, en húsið er nýtt sem orlofsbústaður á ársgrundvelli.

Landssambönd

Verkalýðsfélag Vestfirðinga er aðili að eftirtöldum landssamböndum innan ASÍ.