Translate to

Fréttir

Frétt af vef ruv.is segir langt í land að sátt náist

Mynd ruv.is Mynd ruv.is
Haft er eftir Eiríki Jónssyni að langt sé í land að sátt náist um aðgerðir í efnahagsmálum, en stíf fundarhöld hafa verið um stöðugleikasáttmála sem hefur verið í smíðum á milli aðila vinnumarkaðar og ríkisstjórnar.  Heimildir fréttastofu RÚV herma að ASÍ, SA og sveitafélögin vilji leggja meiri áherslu á niðurskurð en skattahækkanir. SA hefur samþykkt hækkun tryggingagjalds sem eykur álögur á atvinnulífið um 12 milljarða á ári, en gagnrýna að stjórnvöld hafi ekki sýnt fram á hvernig þau hyggist skera niður næstu ár. Þegar hefur verið boðaður niðurskurður í ráðuneytum og stofnum og framlög til framkvæmda hafa verið lækkuð.  Nánari umfjöllun má nálgast á vef ruv.is
Deila