Fulltrúaráð mæti á aukaársfund Lífeyrissjóðs Vestfirðinga
Eins og sjálfsagt flestum ætti að vera kunnugt þá hefur verið unnið að samrunasamningi Lifeyrissjóðs Vestfirðinga við Gildi lífeyrissjóð. Verður samningurinn borinn upp til samþykktar eða synjunar á aukaársfundi hjá Lífeyrissjóði Vestfirðinga sem verður á Hótel Ísafirði þriðjudaginn 9. desember kl.17:00. Í fulltrúaráði Verk Vest eru 28 einstaklingar sem eru hvattir til að mæta fyrir hönd félagsins á fundinn. Fulltrúaráð Verk Vest sem var kosið á félagsfundi hjá Verk Vest fyrir ársfund sjóðsins fyrr á þessu ári fer með atkvæði sjóðfélaga á móti fulltrúum atvinnurekenda á fundinum. Áríðandi er að tilkynna þátttöku fyrir 8. desember.
Allir sjóðfélagar, jafnt greiðandi sem lífeyrisþegar, eiga rétt til fundarsetu á fundinum með málfelsi og tillögurétti en eingöngu fulltrúaráð sjóðfélaga og atvinnurekanda hafa atkvæðisrétt.