Translate to

Fréttir

Fundað á Ströndum og Reykhólum

Á Hólmavík. Þröstur Áskelsson, Ágústa Ragnarsdóttir og Sigurlaug Stefánsdóttir Á Hólmavík. Þröstur Áskelsson, Ágústa Ragnarsdóttir og Sigurlaug Stefánsdóttir
Formaður Verk-Vest afhendir Þuríði Stefánsdóttur gjafabréf fyrir göngubretti, sem sér í á myndinni. Formaður Verk-Vest afhendir Þuríði Stefánsdóttur gjafabréf fyrir göngubretti, sem sér í á myndinni.

Miðvikudaginn 20. júní og fimmtudaginn 21. júní voru haldnir aðalfundir deilda félagsins á Drangsnesi, Hólmavík og Reykhólum. Finnbogi Sveinbjörnsson formaður Verk-Vest sat fundina ásamt Helga Ólafssyni starfsmanni skrifstofunnar.

Á Drangsnesi var fundað miðvikud. 20. júní kl. 18:00 í kaffistofu Fiskvinnslunnar Drangs. Í stjórn deildarinnar voru kosnar Sigurmunda Ásbjörnsdóttir formaður, Eva Katrín Reynisdóttir og Hólmfríður Smáradóttir.

Fundurinn á Hólmavík var haldinn sama dag kl. 20:00 í kaffistofu Hólmadrangs. Í stjórn deildarinnar voru kosin: Þröstur Áskelsson formaður, Sigurlaug Stefánsdóttir og Brynja Guðlaugsdóttir. Til vara: Þórunn Einarsdóttir og Ágústa Ragnarsdóttir.


Gist var í Bjarkalundi, þar sem mikil uppbygging er á döfinni, og fundað á Reykhólum fimmtudaginn 21. júní í Barmahlíð. Þar sem fundurinn hófst ekki fyrr en kl. 18:00 gafst góður tími til að skoða sig um, heimsækja vinnustaði í sveitarfélaginu og spjalla við félagsmenn.


Í stjórn á Reykhólum voru voru kosin: Ingvar Samúelsson formaður, Dagný Stefánsdóttir og Eggert Ólafsson. Til vara: Herdís Matthíasdóttir, Margrét Guðlaugsdóttir og Dísa Sverrisdóttir. Eftir fundinn afhenti formaður Verk-Vest Þuríði Stefánsdóttur forstöðumanni Barmahlíðar gjafabréf fyrir forláta göngubretti sem félagið gaf stofnuninni og þegar hefur verið tekið í notkun.

Deila