þriðjudagurinn 21. október 2014

Fundur félagsliða innan SGS

Samráðsfundur félagsliða innan SGS verður haldinn á Akureyri þann 10. nóvember n.k.

Dagskrá fundarins er enn í mótun, en væntanlega verður hún sambland af hagsmunamálum félagsliða og fræðslu um starfsumhverfi. Fundurinn hefst kl. 9:30 og er áætlað að honum ljúki kl. 16:00.

Félagsliðar innan vébanda Verk-Vest eru hvattir til að nota þetta tækifæri til að kynnast öðrum félagsliðum innan Starfsgreinasambandsins, skiptast á skoðunum og styrkja samráð og samvinnu.

Félagsliðar sem vilja taka þátt í fundinum eru beðnir að láta vita í allra síðasta lagi miðvikudaginn 29. okt. næstkomandi.

Allar nánari upplýsingar veitir skrifstofa Verk-Vest, Pólgötu 2 Ísafirði, sími 456 3190.

 

Landssambönd

Verkalýðsfélag Vestfirðinga er aðili að eftirtöldum landssamböndum innan ASÍ.