Fundur með starfsfólki Vísis á Þingeyri
Það sem af er degi hefur félagið fengið töluverðan fjölda fyrirspurna frá starfsfólki fiskvinnslu Vísis á Þingeyri varðandi launagreiðslur. Ljóst má vera miðað við það sem fram hefur komið í samtölum við starfsfólkið að töluverður munur er á útborguðum launum frá því sem verið hefur. Starfsfólk hefur ekki fengið launaseðla í hendur og því erfitt að segja til um hvort rétt hafi verið staðið að lunagreiðslum eða ekki. Samkvæmt ákvæðum kjarasamninga er alveg skýrt að á uppsagnarfresti eiga menn rétt til allra ráðningarsamningsbundinna og kjarasamningsbundinna launa og kjara. Félagið hefur því boðað til fundar með starfsfólki Vísis næstkomandi mánudag í Björgunarsveitarhúsinu á Þingeyri. Fundurinn hefst kl.13.00.