Fundurinn í Reykjavík fluttur í Hafnarhúsið vegna veðurs
Vegna veðurs hefur fyrirhugaður útifundur ASÍ og stéttarfélaganna á höfuðborgasvæðinu verið færður inn í Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhúsinu við Tryggvagötu. Fundurinn hefst kl. 17 eins og áður hafði verið auglýst. Ræðumenn verða Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ, Sigurður Bessason formaður Eflingar og Finnbjörn A. Hermannsson formaður Samiðnar.
Fundarstjóri verður Ingibjörg R. Guðmundsdóttir varaforseti ASÍ. Tríóið Guitar Islancio mun leika nokkur lög fyrir fundinn.
Tekið af vef ASÍ.