Translate to

Fréttir

Fyrrverandi starfsmenn TH á Ísafirði fá fjárhagsaðstoð

Starfsmenn TH hafa séð um byggingu á nýju andyri hjá Verk Vest Starfsmenn TH hafa séð um byggingu á nýju andyri hjá Verk Vest
Verkalýðsfélag Vestfirðinga hélt fund með starfsmönnum TH innréttinga í gær eftir að ljóst var að fyrirtækið hefði verið úrskurðað gjaldþrota. Formaður Verk Vest fór yfir það ferli sem væri framundan varðandi ógreidd laun starfsmanna, ábyrgðir og tryggingar og hvernig staðið yrði að vinnu við launakröfu af hálfu félagsins í þrotabú TH. Á fundinum var upplýst að Verk Vest ásamt Félagi Járninðnaðarmanna á Ísafirði myndi veita félagsmönnum fjárhagsaðstoð á þessum erfiðu tímum. En segja má að starfsmenn TH hafi verið nánast launalausir frá mánaðarmótum október - nóvember, en frá þeim tíma fór að halla verulega undan fæti hjá fyrirtækinu enda engin ný verkefni í farvatninu. Það má vera ljóst að ef ekki fer að birta til á vinnumarkaði þá sé ljóst að þessi vel búna innréttingaverksmiðja fari ekki í gang í bráð. Það sem verra er að fyrirtæki sem búið er að byggja upp með góðum tækjum og mikilli verkþekkingu hverfur væntanlega úr atvinnuflóru okkar Vestfirðinga. 
Deila