Translate to

Fréttir

Fyrstu úthlutun um orlofsdvöl sumarið 2021 lokið

Frá orlofsbyggðinni í Flókalundi Frá orlofsbyggðinni í Flókalundi

Fyrstu úthlutun um orlofsdvöl er lokið og alls bárust 119 umsóknir sem er sprenging frá árinu 2020, en þá voru umsóknir eingöngu 59. Af þessum orsökum var ekki hægt að verða við öllum óskum um fyrsta val og varð að synja 50 umsóknum sem hafa þá alltaf möguleika að sækja um önnur laus tímabil.

Þess má til gamans geta að vinsælasta vikan var 23. – 30. júlí á Illugastöðum, en 21 umsókn barst um þá viku. Næst á eftir var vikan 16. – 23. júlí en í þá viku bárust 17 umsóknir um Illugastaði og 15 um Einarsstaði.

Nú birtum við í fyrsta sinn niðurstöðu úthlutunar á vefnum en Hægt er að skoða niðurstöðuna hér. Einnig er sendur póstur til þeirra sem fengu synjun.

Félagsmenn geta skoðað punktastöðu sína inni á orlofsvefnum, undir “Síðan mín” og velja þá vinstra megin “Mínar upplýsingar”

Punktastöðuna er einnig að finna á ferðaávísunarvefnum.

Við munum í mánuðinum senda út auglýsingu frá Orlofssjóði og auglýsa Ferðaávísunina og nýja gistimöguleika sem eru að bætast við þar t.d.

Útilegukortið kemur einnig brátt í sölu o.fl.

Deila