Translate to

Fréttir

Gjaldskrár leikskóla á Vestfjörðum: Reykhólahreppur og Súðavíkurhreppur með lang lægstu leikskólagjöldin

Gjaldskrár leikskóla á Vestfjörðum Gjaldskrár leikskóla á Vestfjörðum
Gjaldskrár leikskóla á Vestfjörðum, tillit tekið til fyrirhugaðra breytinga í Ísafjarðarbæ Gjaldskrár leikskóla á Vestfjörðum, tillit tekið til fyrirhugaðra breytinga í Ísafjarðarbæ

Þegar Stöðugleika- og velferðar kjarasamningurinn var undirritaður í mars sl. var mörkuð stefna þar sem verkalýðshreyfingin samþykkti að fara fram með hóflegar launahækkanir. Gegn því áttu opinberir aðilar að leggjast á eitt við að bæta efnahagslegt umhverfi fyrir almenning, sér í lagi barnafólk. Liður í því var samkomulag um að gjaldskrárhækkanir á leikskólum yrðu ekki umfram 3,5% og nú hefur Verkalýðsfélag Vestfirðinga kannað hvort þessu hafi verið framfylgt á svæði félagsins. Ljóst er að launastefna sem SGS stóð að kemur til með að hafa í för með sér hóflegar launahækkanir í þeim sveitarfélögum sem ætla að virða samninginn sem gerður var, en stéttarfélög eru ekki bundin af þeirri launastefnu gagnvart þeim sveitarfélögum sem hækka gjaldskrár barnafólks umfram það sem samið var um (3,5%).

Þar sem verkafólk vinnur að jafnaði fulla vinnu og þarf þar af leiðandi að nýta ýmist 8 klst vistun eða 8,5 klst vistun á leikskólum eru reiknaðar gjaldskrárhækkanir miðaðar við kostnað við heils dags vistun með fæði. Athygli vekur að kostnaðarauki við að vera með barn í vistun hálftíma lengur umfram 8 klst., þ.e. tímabilið kl.7:45-8:00 og kl.16:00-16:15, er á bilinu 4,55% til 14,34%.

Tillögur starfshóps um skipulag og starfsumhverfi leikskóla í Ísafjarðarbæ liggja fyrir og eiga eftir að koma hart niður á barnafólki verði þær samþykktar. Meðal efnis í tillögunni er að stytta dvalartíma 12-16 mánaða barna sökum þess að langur skóladagur er börnum á þessum aldri íþyngjandi og því fylgi mikið álag á starfsfólk. Engu að síður skerðir þetta möguleika foreldra að snúa aftur til fyrri starfa á vinnumarkaði þar sem flestir vinna fulla vinnu. Tillögur starfshópsins um upptöku skráningardaga og fjölgun lokunardaga valda einnig hækkunum á dagvistargjöldum þeirra foreldra sem nýta samt þann tíma sem er í boði og tapa vistun þegar lokað verður. Ekki hefur verið staðfest hvort kynntar breytingar verða teknar upp að hluta til eða öllu leiti.

Niðurstaða könnunar Verk Vest

Niðurstaða könnunar Verk Vest er að aðeins eitt sveitarfélag á Vestfjörðum er innan 3,5% markanna í gjaldskrárhækkunum, en það er Strandabyggð. Það sveitarfélag sem hækkar gjaldskrá mest í prósentum talið hækkar um 21,9% en er samt eftir hækkun með gjald sem nemur 51% af gjaldi þess sveitarfélags sem er með hæstu gjöldin.

Eitt sveitarfélag rekur ekki leikskóla og eitt sveitarfélag býður ekki upp á 8,5 klst vistun.

Deila