Translate to

Fréttir

Góð kjaramálaumræða á námskeiði fyrir afgreiðslufólk

Elías G. Magnússon frá VR Elías G. Magnússon frá VR

Verk Vest í samstarfi við VR stóð fyrir námskeiði fyrir afgreiðslufólk í verslunum og brauðgerðarhúsum. Leiðbeinandi á námskeiðinu var Elías G. Magnússon sem er forstöðumaður kjaramálasviðs hjá VR. Mjög góð mæting var á námskeiðið og tóku félagsmenn okkar mjög virkan þátt í umræðum um kjaramál, vinnutíma og mörg önnur atrið sem tengjast störfum okkar félagsmenna sem starfa við afgreiðslustörf. Í umræðum um kjaramál var alveg ljóst hvar áherslur okkar félagsmanna í verslun liggja. Brýn þörf er á umtalsverðum hækkunum á dagvinnulaun. Fólki var mjög tíðrætt um alltof langan vinnudag og mikið álag í vinnunni því fylgjandi. Virðist sem sumar verslunarkeðjur hafi brugðið á það ráð að fá ekki nýtt starfsfólk inn ef einhver hætti störfum. Álaginu væri velt yfir á þá sem eftir væru hjá fyrirtækjunum. Þeir starfsmenn yrðu bara að hlaupa hraðar og lítið svigrúm til kjarasamningsbundinna neysluhléa. Slíkt er auðvita með öllu ólíðandi og var ítrekað að halda vel utan um skráningu vinnutíma og neysluhléa væru þau unnin. En samkvæmt kjarasamningi ber atvinnurekanda að greiða fyrir unnin neysluhlé.

Deila