Translate to

Fréttir

Góð þátttaka í 1. maí hátíðarhöldum hjá Verk Vest

Kröfugangan á leið niður Pollgötuna Kröfugangan á leið niður Pollgötuna
Matthildur ræðumaður dagsins Matthildur ræðumaður dagsins
Guðný Harpa flutti okkur pistilinn Guðný Harpa flutti okkur pistilinn
Hluti 1.maí nefndar stéttarfélaganna Hluti 1.maí nefndar stéttarfélaganna
Kröfugangan á Suðureyri Kröfugangan á Suðureyri
Lilja Rafney flytur ræðu dagsins Lilja Rafney flytur ræðu dagsins
Sundgarpar á Suðureyri Sundgarpar á Suðureyri

Veðrið lék við göngumenn í kröfugöngu stéttarfélaganna á 1. maí á Ísafirði og var mikið fjölmenni í göngunni. Óvenju mörg kröfuspjöld voru á lofti og lýsir það kannski best því ástandi sem er í samfélaginu. Gengið var sem leið niður Pollgötuna að Edinborgarhúsinu þar sem hátíðarhöldin fóru fram. Aðalræðumaður dagsins var Matthildur Helga og Jónudóttir feministi og framkvæmdarstjóri hjá vestfirska tölvufyrirtækinu Snerpu. Matthildur lagði út frá "Nallanum" í ræðu sinni og kom einnig inn á það uppbyggingarstarf sem væri framundan, þar yrðu allir að vinna að sameiginlegu markmiði.
Ræða Matthildar.  

Þá flutti Guðný Harpa Henrýsdóttir pistil dagsins sem var raunsönn lýsing á græðginni og hvernig hún birtist okkur í daglega lífinu.
Pistill Hörpu.

Þá var einnig boðið upp á  fjölbreytt tónlistaratriði sem og hluta úr uppsetningu Litla leikklúbbsins á " Við heimtum aukavinnu "  Að vanda fór Lúðrasveit Tónlistarskólans með stórt hlutverk, bæði í göngunni og á hátíðinni sjálfri. Þess má geta að sýning á ljósmyndum úr atvinnulífi Ísfirðinga var sett upp á gangi Edinborgarhússins og mun sýningin standa til föstudagsins 8.maí nk.  Að lokum buðu stéttarfélögin öllum í kaffi í Guðmundarbúð, húsnæði Slysavarnarfélagsins á Ísafirði. En slysavarnarkonur hafa haft veg og vanda með kaffiveitingum á 1. maí og var ásóknin þvílík að á tímabila var röð niður á götu. 

 

Á Suðureyrir voru hátíðarhöldin með hefðbundnum hætti og var þátttaka í gönguna með meira móti. Þá var boðið í kaffi og kökur í Bjarnaborg sem er húsnæði félagsins á Suðureyrir. Þar flutti Lilja Rafney Magnúsdóttir deildarformaður VerkVest á Suðureyri hátíðarávarpið. Megin inntak í ræðu Lilju var græðgisvæðingin sem hefur hér öllu tröllriðið undanfarin misseri og sú misskipting sem hefur orðið í eignamyndun í landinu þar sem einungis 1% þjóðarinnar á meira en 20% af eignum hennar. Ræða Lilju.

 

Á Patreksfirði var  mjög góð þátttaka í 1.maí hátíðarhöldundum sem fóru að venju fram í félagsheimilinu á Patreksfirði.  Þar var boðið í kaffi og kökur og haldin vönduð skemmtidagskrá þar sem leikfélagið á staðnum og íþróttafélagið Hörður héldu utan um. Þá var að vanda 1. maí BINGÓ þar sem veglegir vinningar voru í boði. Ekki voru formleg ræðuhöld en Maístjarnan var flutt með nýstárlegum hætti. Þar sem leikskólabörn hófu sönginn, þá tóku við unglinga - kvenna- og karlakór og kór eldriborgara en unglinghljómsveit sló síðan botninn í flutninginn með rokkútsetningu á laginu.
Deila