Translate to

Fréttir

Góðir gestir á ferð

Karl V. Matthíasson og Guðbjartur Hannesson Karl V. Matthíasson og Guðbjartur Hannesson
Þingmennirnir Guðbjartur Hannesson og Karl V. Matthíasson litu við á skrifstofu verkalýðsfélaganna á Ísafirði á dögunum. Að sjálfsögðu var staða sjávarbyggða og efnahagsmál helsta umræðuefnið, og voru þeir félagar sammála formanni Verk Vest í því að vissulega hefðu stjórnvöld áhyggjur af  þeirri stöðu sem sjávarbyggðir stæðu frammi fyrir þegar kæmi fram á næsta ár. Sérstaklega ef stærri sjávarútvegs fyrirtækin þyrftu að grípa til enn frekari lokana vegna hráefnisskorts heldur en reyndin varð nú í sumar.

Einnig lýsti formaður Verk Vest vonbrigðum með að einstaka fyrirtæki nýttu sér ekki þá mótvægisaðgerð sem fjölgun daga í hráefnisskorti er,  til að koma á móts við starfsfólk ef grípa þarf til lokana í lengri tíma vegna hráefnisskorts, sem þingmennirnir tóku undir. Eftir að hafa verið myndaðir með Hannibal Valdmarsson verkalýðskempu í bakgrunni fengu þingmennirnir það veganesti að þjóðarsátt í líkingu við þá sem var gerð síðast væri ekki efst á óskalista verkafólks þegar kæmi að endurskoðun kjarasamninga.
Deila