Translate to

Fréttir

Græðgissjónarmið ráðandi í ákvörðunum um bónusgreiðslur

Mynd. mbl.is Mynd. mbl.is

Trúnaðarráð Verkalýðsfélags Vestfirðinga samþykkti á fundi síðdegis í gær eftirfarandi ályktun um græðgi, ofurbónusa, sérhagsmunahópa og algjört siðrof í íslensku viðskiptalífi.

"Því miður kemur það aftur og enn í ljós að við búum í samfélagi þar sem tryggt er að þeir ríku verði ríkari og fátæku fátækari. Siðrof gagnvart almenmningi er staðreynd og áhersla er áfram lögð á að styrkja stöðu sérhagsmunahópa og fjármagnseigenda og koma þeim að kjötkötlunum að nýju. Að þessu er unnið og það án leyndar. Skýrasta dæmið um viðvarandi siðleysi og græðgi eru ofurbónusar innan bankakerfisins. Kristallast græðgissjónarmiðin í ákvörðunum fámennrar klíku sem skammtar sér hundruðir milljóna í kaupauka á einu bretti. Viðlíka fjárhæðir getur almennt launafólk eingögnu látið sig dreyma um að vinna í happadrætti.

Óheft markaðslögmál með tilheyrandi spillingu hafa leikið lausum hala alltof lengi í íslensku viðskiptalífi. Með hrópandi þögn sinni gefa stjórvöld samþykki fyrir ósómanum. Trúnaðarráð Verk Vest er orðið langþreytt á misskiptingu og svikum gagnvart launafólki. Félagsmenn okkar eru langþreyttir á að vinna myrkrana á milli en eignast samt aldrei neitt. Trúnaðarráð Verk Vest hefur fengið nóg af óheiðarleika, gleymsku og fullkomnu siðrofi í íslensku samfélagi og krefst þess að strax verði bundinn endi á óhefta græðgisvæðingu sérhagsmunagæðinga samfélagsins."

Deila