Translate to

Fréttir

Greiðslur úr Félagsmannasjóði starfsfólks sveitarfélaga 1. febrúar 2023

Allir félagsmenn Verk Vest sem störfuðu hjá sveitarfélagi á árinu 2022 eiga að fá greitt úr Félagsmannasjóði SGS í byrjun febrúar nk. Iðgjald í sjóðinn er 1,5% af heildarlaunum.

Síðastliðin tvö ár hefur umsýsla sjóðsins verið hjá Starfsgreinasambandinu (SGS) en í fyrra haust var gerð breyting á og nú mun aðildarfélögin sjálf um umsýslu sjóðsins og munu eftirleiðis borga úr sjóðnum til félagsmanna.

Vegna útborgunar úr sjóðnum 1. febrúar 2023 er félagsmönnum í Verk Vest sem starfa hjá sveitarfélögum og hafa ekki áður sótt um styrki hjá félaginu eða sent félaginu persónuupplýsingar bent á að gera það sem fyrst. 

Hægt er að koma réttum persónu upplýsingum til félagsins, annaðhvort í síma 456 5190 eða á postur@verkvest.is.

Deila