Samkvæmt lögum sem samþykkt voru á Alþingi í júní síðastliðnum (breyting á
lögum nr. 129/1997 um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi
lífeyrissjóða) þá ber öllum launagreiðendum að greiða 0,13% af heildarlaunum
allra starfsmanna sinna til VIRK - Starfsendurhæfingarsjóðs frá og með 1.
september 2011 - þ.e. miða skal við iðgjaldastofn septembermánaðar 2011.
Fram að þessum tíma hefur einungis verið kveðið á um greiðsluskyldu í
kjarasamningum en nú nær hún til allra launamanna samkvæmt lögum þar með talið
til sjálfstæðra atvinnurekenda og þeirra sem ekki eru félagsmenn stéttarfélaga.
Launagreiðendum ber að standa skil á iðgjaldinu til viðkomandi lífeyrissjóðs
með sama hætti og gildir um lífeyrisiðgjald og munu lífeyrissjóðir síðan
ráðstafa gjaldinu til VIRK - Starfsendurhæfingarsjóðs.
Ráðgjafi Virk á Vestfjörðum er Fanney Pálsdóttir sjúkraþjálfari og hefur hún aðstöðu hjá Verk Vest í Pólgötu 2 á Ísafirði.