Greitt út úr félagsmannasjóði starfsfólks hjá sveitarfélögum
Í dag greiddi Verkalýðsfélag Vestfirðinga kr. 22.489.662 til 477 félagsmanna sem starfa eða hafa starfað hjá sveitarfélögum á félagssvæðinu frá 1. janúar - 31. desember 2023. Félagið minnir á að greiðslurnar eru framtalsskyldar og því þarf að greiða skatt af þeim.
Þeir félagsmenn sem telja sig eiga rétt á greiðslum úr sjóðnum en hafa ekki fengið greitt þurfa ekki að örvænta því næst verður greitt úr sjóðnum þann 15. febrúar. En til þess að greiðslurnar skili sér til félagsfólks er mikilvægt að allar upplýsingar séu réttar.
Auðvelt er að skrá sig inn á Mínar síður félagsins þar sem kanna má hvort Verk Vest sé með réttar upplýsingar um viðkomandi félagsmann og lagfæra ef þörf krefur. Ef þú kemst ekki inn á síðuna eða hefur einhverjar spurningar í sambandi við Félagsmannasjóðinn þá máttu endilega senda tölvupóst á postur@verkvest.is eða hafa samband í síma 4565190 alla vika daga frá kl.09:30 - 15:00.