Grunnmenntaskóli á Þingeyri
Verkalýðsfélag Vestfirðinga, Fræðalumiðstöð Vestfjarða og Vinnumálastofnun efndu til upplýsingafundar með þeim sem hyggjast hefja nám í Grunnmenntaskóla á Þingeyri.
En verkefnið er unnið í samstarfi þessara þriggja aðila með það að leiðarljósi að gera þeim, sem sjá fram á atvinnuleysi í vinnslustöðvun Vísis hf. á Þingeyri, auðveldara að takast á við þau verkefni sem kunna að standa til boða á svæðinu.
Ekki var annað að sjá og heyra á þáttakendum að mikillar jákvæðni gætti varðandi fyrirkomulag kennslunnar eins og til námsefnisins. Fyrirhugað er að hefja kennsluna með kynningu nú strax eftir páska þ.e. miðvikudaginn 26. mars kl. 15:30. Þá mun einnig liggja fyrir nánari stundarskrá og kennslu tilhögun.
Fundurinn í gær var haldinn í húsnæði Slysavarnardeildarinnar á Þingeyri og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir afnot af húsnæðinu.