Translate to

Fréttir

Grunnnám fyrir skólaliða í grunn- og leikskólum

Grunnskólakrakkar á Ísafirði.  Mynd bb.is Grunnskólakrakkar á Ísafirði. Mynd bb.is

Fræðslumiðstöðin heldur opinn kynningarfund um Grunnnám fyrir skólaliða mánudaginn 28. september kl. 20:00 í húsakynnum Fræðslumiðstöðvarinnar að Suðurgötu 12, Ísafirði.  Fundinum er meðal annars ætlað að fá fram hversu mikill áhugi er á náminu, upplýsa um hvað felst í náminu og hvaða fyrirkomulag hentar væntanlegum þátttakendum best.

 

Líta má á námið bæði sem starfsnám ætlað til að efla þátttakendur í starfi en einnig sem góðan grunn að frekara námi í faginu, t.d. tveggja anna framhaldsskólanámi fyrir þá sem vilja starfa sem skólaliðar. Námið er styrkhæft hjá fræðslusjóðum félagsins og eru grunn- og leikskólaliðar hvattir til að nýta sér þetta tæifæri og mæta á kynningarfundinn.

Þess má geta að Verk Vest greiðir námið að fullu fyrir sína félagsmenn.


Nánari upplýsingar um námið má fá hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða.
Sjá einnig meðfylgjandi auglýsingu.

Deila