Translate to

Fréttir

Hækkun lágmarkslauna er hlutfallslega lítill kostnaðarauki hjá fyrirtækjum

Viðar Ingason Hagfræðingur hjá VR hefur skrifað ítarlega grein sem hefur verið birt á vef VR og í 3 tb. af Vísbendingu. Í greininni rekur Viðar niðurstöður helsu rannsókna á áhrifum hækkunar á lágmarklaunum og kemst að þeirri niðurstöðu að slíkar hækkanir hafi lítil sem engin áhrif á kostnaðarauka fyrirtækjanna og muni að öllu líkum draga úr kostnaði þeirra þegar fram í sækir.

Grípum hér inn í lokaorð greinarinnar:

..."Niðurstöður magnbundinna rannsókna benda til þess að hækkun lágmarkslauna hafa lítil sem engin áhrif á atvinnu þeirra sem eru á eða nærri lágmarkslaunum. Þær niðurstöður eru því þvert á ríkjandi kenningar um aukið atvinnuleysi í kjölfar hækkunar lágmarkslauna. Helsta ástæða þess að hækkun lágmarkslauna hefur ekki þau áhrif sem almennt er talið er sú að kostnaðarauki fyrirtækja vegna hækkunar lágmarkslauna er hlutfallslega lítill. Aðlögunin getur komið með færri unnum vinnustundum, aukinni þjálfun starfsmanna, aukinni eftirspurn eftir meira menntuðu starfsfólki, minni launahækkunum til þeirra sem hafa hærri laun, aukinni framleiðni starfsmanna, hækkun verðlags, lægri hagnaði fyrirtækja eða minni starfsmannaveltu sem er jafnan mjög kostnaðarsöm fyrir fyrirtæki."

Viðar Ingason, hagfræðingur VR

 

Deila