Translate to

Fréttir

Hækkun launtaxta 1.febrúar 2012

Þann 1. febrúar munu útgefnir launataxtar Verk Vest hækka um kr.11.000. Þá munu almennar launahækkanir til þeirra sem ekki fá laun samkvæmt útgefnum launatöxtum hækka um 3,5% að lágmarki. Reiknitölur og föst álög eins og t.d. fastur bónus í rækjuvinnslu munu einnig hækka um 3,5% en þó ekki minna en 10 krónur. Þetta þýðir að allur fastur bónus undir kr. 288 pr/klst hækkar um 10 krónur. Fatapeningar hækka einnig og verða kr. 10,87 pr./klst. í almennri fiskvinnslu, en kr.12,42 í saltfisk- og skreiðarvinnslu. Lágmarkstekjur fyrir fullt starf hækka einnig og verða kr.193.000 fyrir 173,33 stundir í mánuði eða 40 klst. á viku. Þeir sem ekki ná kr.193.000 á mánuði fyrir fullt starf ( 173,33 stundir + bónus + álagsgreiðslur innan dagvinnutíma ) skulu fá greiddar launauppbætur fyrir það sem upp á vantar. Laun beitningamanna hækka einnig og greiðast kr. 2.797 án orlofs að lágmarki fyrir 500 króka bala og kr. 3.020 án orlofs að lágmarki fyrir 540 króka bala. Lágmarkskauptrygging beitningamanna verður kr.215.345 að lágmarki frá 1.febrúar.

Unnið er að uppfærslu útgefinna launataxta á síðu Verk Vest en á meðan er hægt að nálgast launataxta Starfsgreinasambands Íslands hér.
Deila