Translate to

Fréttir

Hæstiréttur staðfestir að "kjarasamninga skal virða"

Þú greiðir ekki iðnaðarmanni verkamannalaun fyrir að vinna þau störf sem hann er menntaður til. Þetta staðfesti Hæstiréttur með dómi sínum í gær. Niðurstaðan kemur ekki á óvart og staðfestir það sem talin hefur verið meginregla í vinnurétti hér á landi þ.e. að kjarasamningar hafa gildi um lágmarkskjör fyrir þau störf sem stéttarfélögin semja um, hvert á sínu sviði. Meginregla íslensk vinnuréttar er, að gildissvið kjarasamnings fer eftir þeirri starfsgrein sem samningurinn tekur til en ekki aðild einstaklings að stéttarfélagi. Er þessi regla byggð á 1. gr. laga nr. 55/1980

Sjá nánar á vinnuréttarsíðu ASÍ.

Deila