Translate to

Fréttir

Hátíðarhöldi á Vestfjörðum 1. maí 2017

Alþýðusambandi Íslands hafa borist tilkynningar um 1. maí hátíðarhöld í meira en 30 sveitarfélögum á landinu. Á Vestfjörðum verða hátíðarhöld með dagskrá á eftirtöldum stöðum. 

Ísafjörður
Kröfugangan leggur af stað frá Baldurshúsinu, Pólgötu kl. 14.00
Dagskráin í Edinborgarhúsi:
Lúðrasveit tónlistarskólans: Stjórnandi Madis Maekalle
Ræðumaður dagsins: Bergvin Eyþórsson sjómaður
Söngatriði: Sigrún Pálmadóttir, undirleikur Beata Joó
Pistill: Kolbrún Sverrisdóttir verkakona
Leikatriði: Dýrin í Hálsaskógi
Tónlistaratriði: Sigurvegarar Músíktilrauna Between Mountains
Kaffiveitingar í Sindragötu 6, að hátíðarhöldum loknum
Kvikmyndasýningar fyrir börn í Ísafjarðarbíói kl. 14:00 og 16:00

Suðureyri
Kröfuganga frá Brekkukoti kl. 14. Boðsund barna í Sundlaug Suðureyrar.
Ræða dagsins: Lilja Rafney Magnúsdóttir.
Tónlist og söngur barna. Dúettinn Between Moutains.
Kaffiveitingar í félagsheimili Súgfirðinga.

Bolungarvík
Bolvíkingum er boðið í kaffi og meðlæti 1. maí  kl. 14:30
Dagskrá: Tónlistarskóli Bolungarvíkur skemmtir af sinn alkunnu snilld
Hjörtur Traustason og Bjarki Einarsson taka nokkur lög

Deila